Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

22.4.2022

Í lok skólaársins 2020-2021 fékk skólinn styrk frá Forriturum framtíðarinnar  til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu. Styrkurinn var nýttur í að bæta við safnið okkar af Sphero forritunarkúlum. Við fengum bæði Sphero Bolt og Sphero Mini Bleu. Þessar forritunarkúlur eru frábærar viðbætur við þær Sphero kúlur sem skólinn átti fyrir.

Með forritun í skólastarfinu þjálfum við hæfni og leikni nemenda, ályktunarhæfni og lausnaleit ásamt röksemdarfærslu. Nemendur vinna yfirleitt í pörum til að þjálfa þessa hæfni en með Sphero fá nemendur grunnskilning á svokallaðri kubbaforritun en þau nota fyrirfram forritaða kubba til að framkvæma forritun með því að raða kubbum sem Sphero kúlan síðan framkvæmir. Nemendur nota forrit í spjaldinu sínu til að vinna með Sphero.

Einnig höfum við eignast nokkrar Bee-Bot forritunar býflugur. Til að nota þær þarf ekki að nota spjald. Bee-Bot gerir yngri nemendum kleift að forrita á einfaldan hátt. Býflugan getur geymt allt að 200 skipanir í minni en örvarnar á bakinu hennar eru þær skipanir sem hægt er að gefa henni.

Við þökkum Forritum framtíðarinnar fyrir þennan styrk.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is