Stóra upplestrarkeppnin
Undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina hefur verið í fullum gangi hjá 7. bekk undanfarna mánuði. Nemendur hafa staðið sig mjög vel og fengið góða þjálfun og æfingu í upplestri og framkomu.
Í morgun, 14. mars, fór fram undankeppnin í Öldutúnsskóla. Sigurvegarar keppninnar eru þau Benedikt Helgi Guðmundsson og Fjóla Huld Daðadóttir og Júlía Karlsdóttir var valin varamaður.
Allir nemendur í 7. bekk eiga hrós skilið fyrir hversu vel þau stóðu sig, hversu dugleg þau voru að æfa sig og fyrir metnað sinn fyrir verkefninu. Þau eru öll sigurvegarar.
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Víðistaðakirkju, í Hafnarfirði, 21. mars næstkomandi.