Stjörnuskoðun

16.12.2022

Á fimmtudaginn í síðustu viku fór stjörnufræðivalið í ótrúlega flotta ferð í stjörnuskoðun á Hótel Rangá. Þar eru flottustu stjörnusjónaukar landsins að sögn fróðra manna

Lagt var af stað kl. 16 með rútu og keyrðt í glaða tunglsljósi, fallegri rökkurbirtu og mikilli náttúrufegurð.

Við komuna á Rangá fengu nemendur sér sér flotta hamborgara Síðan kom Stjörnu -Sævar og hélt stuttan fyrirlestur um loftsteina sem nemendur fengu allir að handleika, m.a. tunglgrjót og járnstein sem hafði fyrir löngu síðan fallið á jörðina. Eftir þetta var farið í lítið hús úti á túni sem var búið að rúlla þakinu af. Þar voru risa sjónaukar, tölvustýrðir. Sævar var með sterkan leysigeisla og fór yfir stjörnumerkin og sagði sögur um þau. Eftir það var tunglið og stjörnur skoðaðar, t.d. Júpíter og sást að um hann snérust 3 tungl. Þetta var allt óskaplega gaman en kalt.

Allir komu heim rétt fyrir 11 og allir voru sælir og glaðir. Kennarinn var ákaflega stoltur af nemendum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is