Sóttvarnir og staðan í Öldutúnsskóla

14.1.2022

Eins og kynnt var á fundi í hádeginu þá eru óbreyttar sóttvarnareglur í skólum. Við höldum því okkar striki. Meginreglurnar eru þær að 50 nemendur geta verið í sama rými, 20 starfsmenn geta verið í sama rými, grímuskylda á starfsmenn í opnum rýmum og ef ekki tekst að viðhafa 2 metrum frá öðru starfsfólki og nemendum, nemendur eru undanþegnir fjöldatakmörkunum á göngum og í frímínútum. Búið er að opna matsalinn og skipta honum í þrjú hólf. Spritt er aðgengilegt í öllum rýmum skólans o.fl.

Reglurnar gilda til 2. febrúar nk.

Staðan í Öldutúnsskóla í dag

Róðurinn hefur aðeins þyngst þessa viku en þó hefur okkur tekist að halda úti nokkuð eðlilegu skólastarfi.

Staðfest Covid-19 smit frá lok des. 2021.

  • 27 nemendur (Samtals 53 frá ágúst).
  • 12 starfsmenn (Samtals 13 frá ágúst).

Sóttkví í janúar.

  • 132 nemendur (Samtals 154 frá ágúst).
  • 7 starfsmenn (Samtals 8 frá ágúst).

Auk þess hafa rúmlega 200 nemendur og 25 starfsmenn þurft að fara í smitgát.

Mikilvægt er að fara með börnin í skimun ef einkenni gera vart við sig. Ekki senda börn í skólann með einkenni nema búið sé að ganga úr skugga um að það sé ekki Covid. Ef Covid er staðfest hjá barni og foreldrar fá upplýsingar um það eftir 16:00 eða ef smit er staðfest um helgi er mikilvægt að senda póst á skólastjóra. Á virkum degi, fyrir 16:00, á að hafa samband við skrifstofu, umsjónarkennara og/eða skólastjóra. Smitrakningarteymið hefur ekki tíma til að láta okkur vita strax og því mikilvægt að foreldrar láti skólann vita. Einnig er gott að fá upplýsingar um það ef það kemur jákvætt úr hraðprófi. Skólinn sendir samt engan í sóttkví eða smitgát nema það sé staðfest smit í PCR prófi. Við byrjum að vinna smitrakningu ef það kemur jákvætt úr hraðprófi en bíða þarf eftir niðurstöðu úr PCR prófi til að setja í sóttkví og smitgát. Undantekningin er ef nokkrir greinast í hraðprófi í sama árgangi, þá höfum við möguleika á því að setja hópa í bráðabirgðarsóttkví á meðan niðurstaða PCR prófa liggur ekki fyrir.

Það hefur aðeins verið umræða um það meðal foreldra að skólinn láti ekki alltaf vita ef það er staðfest smit í skólanum. Skólinn lætur alltaf vita ef smit hefur áhrif innan skólans. Við látum þá vita í þeim árgangi sem smit kemur upp. Við látum ekki vita ef það kemur upp smit hjá einstaklingi sem er í sóttkví eða í fríi, það smit hefur venjulega ekki nein áhrif í skólanum. Einnig höfum við verið að senda upplýsingapósta eins og þennan til allra foreldra.

Hugmyndin er að boða til opinna fjarfunda um sóttvarnir með með foreldrum.

Á þeim fundum fá foreldrar tækifæri til að spyrja ef eitthvað er óljóst. Nánar auglýst síðar.

Reglum um sóttkví og einangrun hefur verið breytt og ég hvet ykkur til að kynna ykkur þær reglur. Sjá hér fyrir neðan.

Sóttkví
Einangrun

Starfsmenn og nemendur Öldutúnsskóla senda hlýjar kveðjur til þeirra sem eru í sóttkví eða einangrun.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is