Sóttvarnaaðgerðir í Öldutúnsskóla

6.4.2021

Eftirfarandi sóttvarnaaðgerðir gilda í Öldutúnsskóla til með 14. apríl nk.

 

  • 50 nemendur mega vera saman í rými. Þó er vikið frá fjöldatakmörkunum á göngum, í anddyrum, matsal nemenda og á öðrum almennum svæðum skólans.
  • 20 starfsmenn mega vera saman í rými.
  • Starfsmönnum og nemendum er heimilt að fara á milli rýma.
  • Grímuskylda er á starfsmenn á öllum almennum svæðum. Einnig grímuskylda í kennslustofum ef ekki tekst að viðhafa 2m fjarlægðarmörk gagnvart nemendum og öðrum starfsmönnum. Engin grímuskylda á nemendur en þeir mega nota grímu ef þeir vilja.
  • Foreldrar og aðrir utanaðkomandi aðilar mega ekki koma inn í skólann nema hafa fengið fundarboð. Ef foreldri þarf að koma með nesti eða námsgögn til barns þá þarf að fara með það á skrifstofu skólans.

 

Einnig er mikilvægt að muna eftir persónubundnum sóttvörnum eins og handþvotti, spritta hendur og spritta sameiginlega snertifleti.

Saman munum við sigra þessa veiru!


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is