Sóttvarnaaðgerðir frá 13.11. til og með 08.12.2021

15.11.2021

Eftirfarandi breytingar verða á sóttvarnaaðgerðum innan Öldutúnsskóla.

 • Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og barna í innanhúsrýmum er 50. í sameiginlegum rýmum eins og matsal, við innganga, í anddyri og á göngum er heimilt að víkja frá fjöldamörkun.
 • Nálægðarmörk eru 1m á milli ótengdra aðila.
 • Grímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun. Grunnskólabörn eru undanskilin grímuskyldu.
 • Starfsfólk skóla þarf ekki að vera með grímur í samskiptum við nemendur en þeim ber að gæta að nálægðartakmörkun sín í milli, ellegar nota grímu. Kennarar mega taka niður grímu eftir að komið er í skólastofu. Grímuskylda er á starfsmenn í opnum rýmum eins í matsal, göngum, starfsmannaálmu og fl. Heimilt að taka niður grímu þegar sest er niður á kaffistofu og sest er niður á fund.
 • Fjöldatakmarkanir gilda á kaffistofum og fundum starfsfólks. Huga þarf vel að sótthreinsun snertiflata í sameiginlegum rýmum og ef starfsfólk getur ekki virt nálægðartakmarkanir sín á milli þarf það að vera með grímur.
 • Blöndun hópa er heimil hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk.
 • Í útiveru þarf starfsfólk að huga að nálægðartakmörkum sín á milli og gagnvart börnum. Fjöldatakmörkun gildir ekki utandyra fyrir grunnskólabörn.
 • Engar takmarkanir eru fyrir grunnskólabörn í skólaakstri. Fullorðnir þurfa að bera grímur í skólaakstri.
 • Heimilt er að funda með foreldrum en gæta þarf að persónubundnum sóttvörnum. Grímuskylda þar til sest er niður. Tryggja góða fjarlægð.
 • Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í skólann en skulu gæta að persónubundnum sóttvörnum og bera andlitsgrímur.
 • Til og með 8. desember erum við ekki að halda viðburði innan skólans með foreldrum.

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is