Skólastarf frá og með 6. janúar

5.1.2021

Gunnskólastarfi verður breytt í ljósi nýjustu sóttvarnareglna frá yfirvöldum á þann veg að full kennsla samkvæmt stundaskrá hefst í öllum árgöngum miðvikudaginn 6. janúar. Með þessum breytingum mun matarþjónustan komast í eðlilegt horf, þ.e. hafragrautur að morgni, síðdegishressing fyrir þá sem eru skráðir og hefðbundin matarþjónusta verður á ný í matsal skóla fyrir alla nemendur. Grímuskylda nemenda leggst af með öllu en þó mega þeir nemendur sem það vilja vera með grímu.

Áfram verða þó ýmsar takmarkanir í gangi varðandi skólastarfið. Þannig verða óbreyttar reglur varðandi heimsóknir foreldra og aðgengi annarra sem styðja við skólastarfið. Grímuskylda er meðal fullorðinna í opnum rýmum skólans eins og á göngum, anddyrum, matsal og á fleira stöðum og einnig er grímuskylda meðal fullorðinna ef ekki er hægt að tryggja 2ja metra nálægðartakmörkun.

Við vonumst til að hægt verði að halda þessari framkvæmd sem lengst en núverandi reglugerð gildir til 28. febrúar nk.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is