Skólastarf að hefjast

11.8.2023

Skólastarf hefst á ný eftir gott sumarfrí miðvikudaginn 23. ágúst. Þá mæta nemendur í 2. – 10. bekk á skólasetningu. Nemendur í 1. bekk mæta ekki á hefðbundna skólasetningu, þeir mæta í samtal til umsjónarkennara ásamt foreldrum. Samtalstímar verða sendir út í næstu viku.

Nánari tímasetning skólasetningar í 2. – 10. bekk verður auglýst um miðja næstu viku.

Skrifstofa skólans er opin frá 08:00 – 15:00 fram að skólasetningu. Foreldrar hvattir til að hafa samband við skólann ef það er eitthvað sem þarf að ræða fyrir skólabyrjun.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is