Skólaslit og útskrift

31.5.2023

Útskrift nemenda í 10. bekk

Útskrift nemenda í 10. bekk fer fram þriðjudaginn 6. júní. Athöfnin verður í sal Flensborgarskólans og hefst klukkan 16:30. Að lokinni athöfn er útskriftarnemendum og gestum boðið uppá léttar veitingar og samveru í Öldutúnsskóla.

Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk

Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk verða miðvikudaginn 7. júní. Nemendur mæta í sína heimastofu a.m.k. 5 mínútum fyrir athöfn á sal. Athafnir á sal eru sem hér segir:

  • 1. bekkur kl. 08:15
  • 2. bekkur kl. 08:45
  • 3. bekkur kl. 09:15
  • 4. bekkur kl. 09:45
  • 5. bekkur kl. 10:30
  • 6. bekkur Kl. 11:00
  • 7. bekkur kl. 11:30
  • 8. bekkur kl. 12:00
  • 9. bekkur kl. 12:30

Að lokinni stuttri athöfn á sal fara nemendur með sínum umsjónarkennurum í heimastofur. Foreldrar eru hvattir til að mæta með nemendum á skólaslitin.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is