Skólaslit og útskrift

8.6.2020

Skólaslit hjá nemendum í 1. – 9. bekk fóru fram föstudaginn 5. júní. Alla jafna hefðu þau farið fram með formlegum hætti á sal skólans en að þessu sinni kvöddu umsjónarkennarar nemendur og afhentu þeim vitnisburð. Skólastjóri fór á milli stofa og náði að kveðja marga árganga.

Útskrift nemenda í 10. bekk fór fram í Hamarsal Flensborgarskólans fimmtudaginn 4. júní. Athöfnin var mjög hátíðleg þar sem kór Öldutúnsskóla söng nokkur lög, skólastjóri var með ávarp, tónlistaratriði frá nemendum og fulltrúi nemenda ávarpaði samkomuna. Eftir athöfnin var nemendum og gestum þeirra boðið til kaffisamsætis í Öldutúnsskóla.

Fjölmargir nemendur fengu viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur. Guðún Edda Min Harðardóttir og Krummi Týr Gíslason fengu viðurkenningu fyrir heildarárangur.

Starfsmenn Öldutúnsskóla óska öllum nemendum í 10. bekk til hamingju með árangurinn. Ákveðin tímamót að klára grunnskólann. Þessum áfanga er lokið og næsti tekur við.

Takk fyrir samstarfið og samfylgdina kæru nemendur.

Hér eru myndir frá útskrift 10. bekkjar

Hér eru myndir úr vorferðum, en nemendur hafa heldur betur verið á ferðinni undanfarna daga. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is