Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk

10.6.2021

Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk fóru fram fimmtudaginn 10. júní. Nemendur mættu fyrst á sal þar sem þeir hlustuðu á ávarp skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Að lokinni athöfn á sal var farið í heimastofur þar sem nemendur fengu vitnisburð vetrarins.

Vegna sóttvarnaaðgerða mátti einungis einn forráðamaður mæta með hverju barni.

Starfsmenn Öldutúnsskóla þakka nemendum og foreldrum kærlega fyrir gott og gefandi samstarf í vetur. Hlökkum til að sjá ykkur fersk og endurnærð í haust.

Hér má nálgast myndir frá skólaslitum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is