Skipulagðir leikir á skólalóð

17.5.2019

Nú á vordögum hafa nemendur 7. bekkjar staðið fyrir skipulögðum leikjum fyrir nemendur í 2.-4. bekk í fyrstu frímínútum dagsins. Yngri nemendur hafa verið ánægðir með leikina og eru spenntir að sjá hvaða leikir eru í boði á hverjum degi. Sjöundu bekkingum hefur einnig þótt þetta verkefni skemmtilegt og hafa fundið til ábyrgðar við stýringu leikjanna.
Meðfylgjandi eru myndir frá frímínútum dagsins.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is