Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur

13.1.2021

Búið er að opna fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Hægt er að fara hér inn til að sækja um styrk.

Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2021. Hægt er með mjög auðveldum hætti að kanna rétt til styrks á Island.is

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005 – 2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn. Styrkina er hægt að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms eða annarra tómstunda.

Hér má nálgast frekari upplýsingar.

Information in English.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is