Opnir fundir með foreldrum

20.11.2020

Á næstu vikum boða stjórnendur til opinna funda með foreldrum. Um verður að ræða fjarfundi og er einungis einn árgangur á fundi í hvert sinn.

Skipulag fundarins er eftirfarandi:

 • Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri opnar fundinn og ræðir almennt um skólastarfið, sóttvarnaaðgerðir og niðurstöður ytra matsins. Áætlaður tími: 10 – 15 mínútur.
 • Deildarstjóri fer yfir skólastarfið í árganginum. Áætlaður tími: 10 – 15 mínútur.
 • Á fundinn með foreldrum í 10. bekk mætir einnig námsráðgjafi sem fer yfir umsóknarferli fyrir framhaldsskóla.
 • Fyrirspurnir frá foreldrum. Áætlaður tími: 30 mínútur.

Markmið fundanna er að efla tengsl heimilis og skóla. Á þessum Covid tímum er aðgengi foreldra að skólanum takmarkað og því mikilvægt að halda þeim vel upplýstum um skólastarfið og gefa þeim tækifæri til að ræða mál skólans eða árgangsins. Ath. að þessir fundir eru ekki til þess að ræða einstaka nemendamál.

Fundirnir eru klukkan 8:30 - 9:30. Fyrir hvern fund fá foreldrar tölvupóst með fundarslóð.

Dagsetningar fundanna eru sem hér segir:

 • 10. bekkur – þriðjudaginn 24. nóvember.
 • 1. bekkur – miðvikudaginn 25. nóvember .
 • 5. bekkur – fimmtudaginn 26. nóvember .
 • 9. bekkur – þriðjudaginn 1. desember.
 • 2. bekkur – miðvikudaginn 2. desember.
 • 6. bekkur – fimmtudaginn 3. desember.
 • 8. bekkur – þriðjudaginn 8. desember.
 • 7. bekkur – miðvikudaginn 9. desember.
 • 3. bekkur – fimmtudaginn 10. desember.
 • 4. bekkur – föstudaginn 11. desember.

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is