Ólympíuhlaup ÍSÍ
Miðvikudaginn 6. september ætlum við, nemendur og starfsfólk Öldutúnsskóla, að taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ (áður Norræna skólahlaupið).
Farnar verða þrjár vegalengdir og fer það eftir aldri og þroska nemenda hversu langt verður farið (2,5 km, 5 km eða 10 km).
Mikilvægt er að nemendur komi í íþróttaskóm og viðeigandi hlífðarfatnaði.
Þar sem íþrótta- og sundkennarar halda utan um þennan viðburð fellur niður kennsla í íþróttum og sundi fyrir hádegi.