Niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins veturinn 2019-2020

4.6.2020

Nú þegar skólaárið er að ljúka er vert að líta yfir farinn veg. Sem fyrr tóku nemendur þátt í nemendakönnun Skólapúlsins og eru niðurstöðurnar reglulega góðar. Skólinn er yfir landsmeðaltali í 15 liðum af 18, þar af marktækt yfir landsmeðaltali í 10 liðum. Þeir eru:

  • Ánægja af lestri
  • Þrautseigja í námi
  • Ánægja af náttúrufræði
  • Einelti (mælist lægra)
  • Tíðni eineltis (mælist lægra)
  • Hollt mataræði
  • Samband nemenda við kennara
  • Agi í tímum
  • Virk þátttaka nemenda í tímum
  • Tíðni leiðsagnarmats

Skólinn mælist jafn landinu í tveimur liðum og marktækt undir landsmeðaltali í tíðni hreyfingar.

Þessar niðurstöður eru mjög ánægjulegar fyrir okkur í Öldutúnsskóla. Nú mun fara fram vinna þar sem við rýnum enn frekar í þær og nýtum þær til að gera góðan skóla enn betri. Takk kærlega fyrir okkur!


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is