Námssamtalsdagur þriðjudaginn 1. nóvember
Þriðjudaginn 1. nóvember eru námssamtöl í Öldutúnsskóla. Þá mæta nemendur ásamt forráðamönnum í samtal til umsjónarkennara. Aðrir starfsmenn eru einnig til samtals þennan dag.
Nemendur mæta bara í samtal, ekki hefðbundinn skóli. Frístundaheimilið Selið er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir þennan dag.