Námssamtalsdagur 20.10.2020

16.10.2020

Vegna ástandsins í samfélaginu þurfum við að hafa tvo námssamtalsdaga. Fyrri samtalsdagurinn var miðvikudaginn 14.10. en sá seinni verður þriðjudaginn 20.10. Það er ekki skóli þennan dag en frístundaheimilið Selið er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir.

Námssamtölin í ár verða rafræn. Nemendur á yngsta stigi eru heima með foreldrum og kennari í skólanum. Nemendur á mið- og unglingastigi mæta til kennara en foreldri er á fundinum heima eða í vinnunni.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um námssamtölin hjá umsjónarkennurum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is