Móðir Hafnarfjarðar

14.2.2023

Í samfélagsfræðitímum voru nemendur í 5. bekk að læra um Hafnarfjörð og horfðu m.a. á þáttinn Bæir byggjast. Þar var fjallað um Bjarna Sívertsen föður Hafnarfjarðar. Eftir þáttinn fannst krökkunum afar ósanngjarnt að Rannveigar Filippusdóttur konu hans sé ekki minnst nægilega vel í bænum, en hún lagði grunninn að velgengni hans. Kenndi honum m.a. að lesa, skrifa og reikna og átti peningana sem komu honum áfram. Það er stytta af Bjarna í Hellisgerði og krakkarnir vilja jafnrétti og að sett verði stytta af Rannveigu við hlið styttu Bjarna, þar sem hún var svo sannarlega móðir Hafnarfjarðar.

Hafnarfjarðarbær er með vefsíðu þar sem koma má með tillögur að betri bæ og ákváðum við 5. bekkir Öldutúnsskóla því að setja tillögu inn á síðuna Betri Hafnarfjörður þar sem við óskum eftir styttunni. Tillagan er núna komin með 111 „like“ og vonast 5.bekkur eftir góðum undirtektum frá Hafnarfjarðarbæ.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is