Lýðræðisþing
Á föstudaginn var lýðræðisþing haldið í fyrsta skipti í Öldutúnsskóla hjá nemendum í unglingadeild. Nemendur byrjuðu daginn á sal þar sem Margrét Sverrisdóttir aðstoðarskólastjóri og Tinna Haraldsdóttir deildarstjóri ræddu við nemendur um hugtakið lýðræði og fyrirkomulag þingsins.
Nemendur var síðan skipt upp í 8 til 9 manna hópa þar sem þeir fjölluðu um hvernig bæta mætti skólastarfi með tilliti til samskipta, umgengni og aðbúnaðar. Auk þess máttu þau bæta við atriðum sem þeim eru hugleikin.
Hóparnir skiluðu niðurstöðum sínum og á næstu dögum verður stofnuð lýðræðisnefnd með fulltrúum allra umsjónarhópa í unglingadeild. Nefndin fer yfir niðurstöðurnar sem verða flokkaðar og skoðað hvort og hvernig verður hægt að bregðast við þeim.
Lýðræðisþing er viðbót við þau lýðræðislegu vinnubrögð sem þegar eru viðhöfð í skólanum. Við munum síðan læra af hvernig tókst til með þetta og útvíkka á næsta skólaári.