Lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar
Haustið 2010 kom fram sú hugmynd að efna til nýs átaks í upplestri og munnlegri tjáningu í tilefni af 15 ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Að höfðu samráði við alla kennara í 4. Bekk varð niðurstaðan sú að fara af stað með verkefni í anda Stóru upplestrarkeppninnar, með sömu markmið að leiðarljósi en sníða verkefnið að aldri og þroska nemenda í 4. bekk. Niðurstaðan varð sú að kalla verkefnið Litlu upplestrarkeppnina.
Í vikunni var uppskeruhátíð Litlu upplestrarkeppninnar í Öldutúnsskóla. Fjölmargir foreldrar mættu á hátíðina.
Nemendur stóðu sig afar vel og ljóst þeir hafa tekið miklum framförum.