Litla gula syrpan

8.10.2021

Í gær fengu nemendur í 1. - 4. bekki góða gesti í heimsókn. Leikhópurinn Lotta kom og sýndi leikritið Litla gula syrpan. Söguna um litlu gulu hænuna þekkja flestir en ævintýrið hefur verið notað í fleiri áratugi til að kenna börnum mikilvægi þess að allir hjálpist að. Sýningin er því full af fallegum boðskap, frábærum húmor að hætti Lottu og góðum lögum.

Öllum nemendum á yngsta stigi grunnskólanna í Hafnarfirði er boðið uppá þessa sýningu í tilefni Bóka- og bíó hátíðar sem er menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla er lögð á bækur og kvikmyndir. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og styður þannig við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins, LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR.

Hátíðin fer fram daganna 6. - 13. október og hér má nálgast upplýsingar um dagskrá hennar.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is