Samræður um hugtök

30.4.2021

Í lífsleikni hjá 6. bekk vorum við að vinna með hugtökin kyn, kvenleiki, karlmennska, kynhneigð, kynvitund, rasismi, kynhneigð, tjáningarfrelsi, mannréttindi, fordómar og femínismi. Við hengdum upp blöð á mismunandi stöðum í skólastofunum og nemendur gengu á milli þeirra. Í hverjum hóp voru 3-4 nemendur sem veltu hugtökunum fyrir sér. Þau ræddu hvað þau héldu að orðin þýddu og hvað þau merktu fyrir þeim. Þau skrifuðu á blöðin það sem þau töldu að útskýrði orðið best. Þau höfðu spjaldið með sér og gátu leitað á netinu eftir upplýsingum ef þau voru óviss um merkingu orðsins. Þegar allir hópar höfðu skrifað á öll blöðin tókum við saman hvað kom fram í hverju hugtaki og ræddum saman hvert hugtak fyrir sig og fengum dýpri skilning á þeim. Virkilega skemmtilegar umræður mynduðust varðandi hugtökin og krakkarnir höfðu svo sannarlega miklar skoðanir á hvað þeim þótti um þessi hugtök. Frábært að sjá og heyra hvað nemendur voru opnir, umburðarlyndir og fordómalausir


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is