Lestrarstund við kertaljós

30.11.2022

Í tilefni Norrænar bókmenntaviku bauð Þóra á bókasafninu krökkunum í 1. -7. bekk upp á huggulega sögustund við kertaljós í rökkrinu.

Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum.

Norræna bókmenntavikan skiptist í tvo þætti: annars vegar Morgunstund - upplestur fyrir börn og hins vegar Rökkurstund - upplestur fyrir fullorðna.

Í ár var bókin Ef þú hittir björn lesin. Bókin er frábært dæmi um norrænt myndabókarsamstarf. Daninn Martin Glaz Serup og finnsk-sænska Malin Kivelä sömdu textann og finnsk-sænska Lind a Bondestam gerði myndskreytingarnar. Með stórum skammti af hlýjum húmor spyr myndabókin spurningarinnar hvað eigi að gera ef maður hittir björn.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is