Lestrarsprettur
Lestrarsprettur Öldutúnsskóla hófst í vikunni og mun standa yfir í tvær vikur. Þemað í ár er Harry Potter. Markmið sprettsins er að nemendur og starfsfólk nái að fylla Hogwarts kastalann sem búið er að mynda á veggnum fyrir framan bókasafnið af múrsteinum. Hver múrsteinn táknar 1 klukkustund af lestri. Allur lestur gildir, yndislestur, heimalestur og skólalestur.