Lesið fyrir leikskólabörn á Hvammi

16.11.2023

Um daginn heimsóttu nemendur í 4. bekk krakkana á Hvammi. Það er hefð fyrir því að 4. bekkur fer í heimsókn á leikskólann Hvamm og lesi fyrir börnin. Nemendur höfuð æft sig vel hér í skólanum og voru mjög spennt að fara á leikskólann að lesa. Það var tekið mjög vel á móti okkur og leikskólabörnin spennt að fá okkur í heimsókn. Eftir lesturinn fóru allir út að leika saman.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is