Lesa og borða

23.11.2020

Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur ekki fengið að koma á bókasafnið eða matsalinn. Frá og með deginum í dag fara nemendur í yngri- og miðdeild eftir kennsluhólfum í matsalinn og borða þar. Nemendur í unglingadeild borða í stofunum sínum en sækja sér matinn fram á gang. Í þessari viku fá svo kennsluhólfin að koma á bókasafnið, eitt hólf í einu og ýtrustu sóttvarnir hafðar í heiðri bæði í matsal, á safni og í skólanum öllum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is