Kór Öldutúnsskóla í söngferð

12.5.2023

Kór Öldutúnsskóla hélt í söngferðalag til Feneyja þann 10. maí sl. þar sem hann er staddur núna. Hópurinn hafði viðkomu í Amsterdam þar sem börnin spókuðu sig í miðbænum og sungu fyrir fólk á förnum vegi við vægast sagt mjög góðar undirtektir og eru það engar ýkjur að víða hafi sést tár á hvarmi.

Í dag mun kórinn sigla að Markúsartorginu og taka þátt í tónleikum margra kóra og hlómsveita í fallegri kirkju við höfnina. Aðaltónleikar kórsins verða í kvöld þar sem kórinn flytur hálftíma dagskrá. Á sömu tónleikum koma fram fleiri tónlistarhópar víðsvegar að úr heiminum.

Ferðin hefur gengið mjög vel og eru krakkarnir einstaklega duglegir og jákvæðir. Í dag fór hópurinn á frábært vísindasafn og svo skemmtilegan garð þar sem hægt var að skoða bæði skrið- og sjávardýr af ýmsum tegundum.

Kórinn lýkur þessari frábæru söngferð sunnudaginn 14. maí þegar þau snúa aftur á heimaslóðirnar í Hafnarfirði. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is