Íslenska sem annað tungumál

20.11.2023

Anna Sveinsdóttir og Guðný Hilmarsdóttir kenna íslensku sem annað tungumál við Öldutúnsskóla og eru einnig í Ísbrú sem er hagsmunafélag fyrir kennara þessarar námsgreinar. Guðni Th. Jóhannesson hélt viðburð á Bessastöðum í tilefni af degi íslenskrar tungu og bauð félagsmönnum Ísbrúar í kaffi, kleinur og pönnukökur og þakkaði kennurunum þannig sitt góða starf. Hann talaði um sína persónulegu upplifun af náminu í gegnum eiginkonu sína Elizu Reed, mikilvægi starfsins og þær áskoranir og tækifæri sem við, sem þjóð, stöndum fyrir með auknum fjölda íbúa af erlendum uppruna. Hann minntist einnig á mikilvægi þess að tala íslenskuna ekki niður, hún væri ekki óyfirstíganleg og að við ættum að hjálpa nýjum íbúum að læra tungumálið með því að nota íslenskuna í samræðum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is