Í vikulokin – staðan í Öldutúnsskóla

21.1.2022

Fyrstu tvær vikurnar í janúar voru þungar hvað varðar smit. Þessi þriðja vika janúarmánaðar hefur verið betri. Í vikunni voru staðfest fjögur smit sem þurftu smitrakningu innan skólans. Einnig var eitthvað um það að börn voru að greinast jákvæð í sóttkví. Frá áramótum hafa þá 49 nemendur greinst jákvæðir, 13 starfsmenn greinst jákvæðir, 164 nemendur hafa þurft í sóttkví, 10 starfsmenn farið í sóttkví og um 240 nemendur og 30 starfsmenn í smitgát.

Fimmtudaginn 20.01.2022 tóku gildi breyttar reglur um smitgát. Nú þurfa þeir sem eru í smitgát ekki að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi. Smitgát stendur nú yfir í 7 daga. Nemendur í smitgát geta vel mætt í skólann á meðan á smitgát stendur. Hér fyrir neðan er skilgreining á smitgát:
,,Leiði smitrakning í ljós að útsetning einstaklings hafi verið minni háttar er einstaklingi heimilt að viðhafa smitgát í stað sóttkvíar. Í því felst að næstu sjö daga frá útsetningu skal takmarka samneyti við viðkvæma einstaklinga og aðra eins og hægt er, gæta vel að persónubundnum sóttvörnum og fara þegar í stað í PCR sýnatöku ef einkenni koma fram."

Þrátt fyrir þennan fjölda í samfélaginu og í Öldutúnsskóla hefur okkur tekist að halda úti hefðbundnu skólastarfi svona að mestu leyti. Vissulega hafa fjölmörg börn misst úr vegna sóttkvíar og einangrunar. Einnig hafa einhverjir tímar á unglingastigi fallið niður vegna forfalla. Andinn í skólanum er góður. Börnin eru róleg og fara vel eftir þeim sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi. Starfsmenn takast á við verkefnið af fagmennsku og yfirvegun.
Við í Öldutúnsskóla þökkum foreldrum fyrir stuðninginn í þessu verkefni.

Starfsmenn og nemendur Öldutúnsskóla senda hlýjar kveðjur til þeirra sem eru í sóttkví eða einangrun.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is