Í dag var okkar árlegi umhverfisdagur

15.5.2019

Þau eru farin að telja árin sem við höfum tekið til hendinni í hverfinu okkar í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Þá fara krakkarnir saman hópum um hverfið og hreinsa bæði götur og opin svæði. Vinaárgangar fara saman, þannig hjálpast að stórir og smáir. Til dæmis eru nemendur í 1. og 6. bekk vinaárgangar og nemendur í 2. og 7. bekk.

Einnig var tekið til hendinni á skólalóðinni. Hver árgangur fékk úthlutað ákveðnum reit sem eru snyrtur til og hreinsaður. Hafnarfjarðarbær lánaði okkur áhöld, s.s. kústa, hrífur, fíflajárn, skóflur. Þannig að allir gátu tekið til hendinni.

Markmiðið með þessu verkefni er meðal annars að auka tilfinningu krakkanna fyrir snyrtimennsku í umhverfinu og kenna þeim ákveðin vinnubrögð við umhirðu. Auk þess sem Öldutúnsskóli erum skóli á Grænni grein.

Eftir tiltektina grilluðu nemendur í 10. bekk pylsur handa öllum nemendum og starfsfólki


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is