Hvatningarverðlaun Foreldrafélags Hafnarfjarðar
Hvatningarverðlaun Foreldrafélags Hafnarfjarðar voru veitt í gærkvöldi við hátíðlega athöfn. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á gróskumiklu starfi og nýsköpun í grunnskólum Hafnarfjarðar, sem og verkefnum sem stuðla að auknu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Stjórn ráðsins velur úr tilnefningum og byggir niðurstöður sínar á rökstuðningi þeim fylgjandi.
Að þessu sinni fengu tveir kennarar í Öldutúnsskóli tilnefningu til verðlaunanna, þær Anna Guðmundsdóttir umsjónarkennari í 1. bekk og Brynhildur Auðbjargardóttir tónmenntakennari og stjórnandi Kórs Öldutúnsskóla. Einnig fékk eineltisráð tilnefningu fyrir líðanfundi sem haldnir í skólanum.