Hnattræn hlýnun

25.11.2020

Krakkarnir í 4.L eru búin að vera að læra og ræða um hnattræna hlýnun. Afhverju á hún sér stað, hvað gerist og hvað er að valda því að jörðin okkar er að hlýna svona mikið. Hvað er það sem veldur þessum loftlagsbreytingum? Þau ræddu um áhrifavaldana eins og mengun, rusl, kjötneyslu, rafmagn, stórar verksmiðjur og margt fleira. Þau gerðu hópverkefni út frá spurningunni "Hvað getum við gert til að minnka mengun og draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar?"


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is