Hjólapróf

11.5.2023

Nemendur í 6. bekk tóku þátt í hjólaprófi sem er nýtt og spennandi rannsóknarverkefni sem VSB verkfræðistofa og Samgöngustofa halda utan um. Hjólaprófið fór fram í tveimur skólum á höfuðborgarsvæðinu, Öldutúnsskóla og Kópavogsskóla. Hjólaprófið er að hollenskri fyrirmynd og skiptist í tvo hluta, bóklegt próf og verklegt próf.

Bóklega prófið var sett upp á skemmtilegan máta í gegnum forritið Quizzizz og var áhersla lögð á umferðarreglurnar. Aðilar frá Samgöngustofu og VSB verkfræðistofu héldu kynningu í skólanum, þar sem farið var yfir námsefnið fyrir prófið.

Verklega prófið fór þannig fram að krakkarnir hjóluðu tæplega 2 km leið og var starfsfólk dreift um svæðið og fylgdist með hvort farið var eftir öllum umferðarreglum.
Nemendur fengu að lokum viðurkenningaskjal fyrir að hafa lokið bæði bóklegu og verklegu hjólaprófi.

Virkilega skemmtilegt verkefni sem gaman var að fá taka þátt í. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is