Helliheiðarvirkjun

9.5.2023

10. bekkur er að vinna stórt verkefni um virkjanir á Íslandi. Í tengslum við það fór allur hópurinn í kynnisferð í Hellisheiðarvirkjun. Þar fengu nemendur mjög flottan fyrirlestur um jarðhitann, hvernig menn nýta hann við hitun húsa, rafmagnsframleiðslu og síðan um verkefnið Carbfix þ.e. hvernig koltvíoxíði og brennisteinsvetni sem eru gróðurhúsavaldandi lofttegundir er að lokum dælt aftur í basalt í berggrunninum þar sem þær steingerast. Eru ekki lengur til skaða.
Þetta var frábær ferð og nemendur voru allir til sóma á kynningunni.

 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is