Helgileikur
Í Öldutúnsskóla hefur skapast sú hefð að nemendur í 5.bekk sýni helgileik fyrir alla nemendur skólans. Allir nemendur í 5. bekk tóku þátt í sýningunum og það voru því 76 nemendur sem sýndu helgileikinn á fjórum sýningum sem fóru fram á sal skólans. Að þessu sinni var helgileikurinn sýndur á léttari nótum við lag Baggalúts Sagan af Jesús. Vinabekkir komu saman á sýningarnar ásamt kennurum sínum. Foreldrum nemenda í 5. bekk var boðið að koma á sýningarnar en nemendum var skipt í tvo hópa og lék hvor hópur í tveimur sýningum. Þeir sem ekki léku sungu í kórnum. Sýngarnar gengu glimrandi vel enda höfðu nemendur verið duglegir að æfa sig fyrir sýningarnar. Við erum virkilega stolt af þeim.