Heimsókn í Vísindasmiðjuna

15.12.2022

Í seinustu viku fóru nemendur 10. bekkja í ferðir í Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Þar fengu þeir kynningu á ýmsu skemmtilegu, t.d. bjuggu þeir til lítil pappahús og rafvæddu þau með rafmagni frá lítilli vindmyllu. Einnig lærðu þeir heilmikið um pendúla, hljóð og rafmagn, ljós og hljóðbylgjur. Seinasti hópurinn var svo heppinn að fá að vera stund hjá Sprengju-Kötu og sjá spennandi efnafræðitilraunir. Þar var t.d. súrefni kælt svo mikið að það fór í vökvaham. Nemendur fengu sér síðan að borða á leiðinni heim. Allt gekk mjög vel og kennarinn er sannarlega virkilega ánægður með þessa flottu krakka.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is