Heimsókn í tölvuleikjafyrirtæki
Krakkarnir í 6. bekk fóru í heimsókn í tölvuleikjafyrirtækið, Artic Theory. Nemendur fengu kynningu á fyrirtækinu og tölvuleiknum sem verið er að hanna. Nemendur voru virkilega áhugasamir, spurðu mikið og voru til fyrirmyndar. Við hefðum getað verið lengur því áhuginn var það mikill, margir hafa áhuga á að fara aftur í heimsókn og fræðast enn meira. Leikurinn sem þau eru að hanna heitir ANNES