Heimsókn á Þjóðminjasafnið

13.4.2023

Í vikunni brugðu sér af bæ nemendur úr unglingadeild sem eru að læra íslensku sem annað mál. Þeir skelltu sér með kennara sínum á Þjóðminjasafnið og fengu frábæra leiðsögn frá kennara safnsins um sögu Íslands, allt frá landnámi til dagsins í dag. Ekkert þeirra hafði áður komið á safnið svo ferðin var mikil upplifun og skemmtu sér allir vel. Nemendur voru til algerrar fyrirmyndar, áhugasöm og kurteis.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is