Hefðbundið skólastarf fer vel af stað

13.1.2021

Ýmsum sóttvarnaaðgerðum var aflétt þann 6. janúar sl. Stærsta breytingin var sú að nemendur mættu þann dag skv. hefðbundinni stundaskrá. Nemendur geta nú mætt í íþróttir, sund, valgreinar, farið í matsal og fleira. Félagsmiðstöðin opnaði aftur og starfsemi frístundaheimilisins Selsins komst í eðlilegt horf.

Þessir fyrstu dagar í hefðbundnu skólastarfi hafa gengið ljómandi vel og við finnum á börnunum að þau eru afar ánægð að geta nú m.a. aftur mætt í smiðjur, valgreinar og hitt vini í frímínútum og matsal.

Við minnum samt áfram á það að þetta er ekki alveg búið og mikilvægt að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Saman komumst við í gegnum þetta.

Við erum öll Almannavarnir!


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is