Grunnskólahátíð

15.2.2023

Miðvikudaginn 15. febrúar fer fram Grunnskólahátíð í Hafnarfirði og er það sameiginlegt ball á meðal ungmenna í 8. – 10. bekk í Hafnarfirði. Ballið fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu og stendur til kl. 22:00. Miðasala hefst fimmtudaginn 9. febrúar og er miðaverð 4.000 krónur og mun hún vera rafræn í ár.

Þeir sem koma fram á ballinu eru: Unglinga DJ David frá Setbergsskóla, DJ Raggii frá Áslandsskóla, Dí Jay Guðríður frá Öldutúnskóla og Hraunvallaskóla, Herra Hnetusmjör og Páll Óskar.

Ungmenni úr Öldutúnsskóla koma sér sjálf á staðinn og eiga þau að mæta kl 19:00. Að balli loknu, kl. 22:00, munu rútur keyra alla í sína skóla. Vinsamlegast athugið að lokanir verða við svæðið og því er ekki hægt að koma inn á bílastæðið nema í brýnni nauðsyn.

Ungmenni frá Öldutúnskóla fá búningsklefa fyrir sínar yfirhafnir sem verða aðeins aðgengilegir í byrjun og lok balls. Gott er því að hafa í huga hvar skal geyma síma, greiðslukort og annað slíkt.

Sjoppa verður á staðnum sem mun selja nammi, gos og pizzur og verða posar á staðnum.

Frí er gefið í fyrstu tveimur tímum 16. febrúar fyrir nemendur í unglingadeild. Frekari upplýsingar um mætingu og fyrirkomulag verður sent frá hverjum stað fyrir sig.

Við minnum á að almennar skólareglur gilda á þessum viðburði, brot á reglum ógildir miðann. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is