Grein frá Ungmennaráði heimsmarkmiðanna

24.11.2020

Formaður í stjórn nemendafélags Öldutúnsskóla, Pétur Már Jónasson, skrifar ásamt félögum sínum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna afar áhugaverða grein sem birtist á Vísi á dögunum. Greinin er skrifuð í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn var haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjaþingi SÞ þennan dag árið 1989.

Í greininni segir m.a.:

,,Síðan sáttmálinn var samþykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum réttinda barna, og tilvalið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ungmennaráðum á Íslandi, sem eru samkvæmt okkar rannsóknum 295 talsins. Þessi ráð eru kjörinn vettvangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sáttmálans sem segir að öll börn, óháð kyni, litarhætti, trúar og öðrum persónulegum sérkennum, eigi að njóta réttinda Barnasáttmálans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera meðvituð um það sem er að gerast í öðrum löndum varðandi réttindi barna. Með því að halda góðu starfi gangandi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum innblástur til að vinna að bjartri framtíð barna um allan heim.“

Hér má nálgast greinina.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is