Grænfáninn afhentur

7.6.2021

Í dag afhenti Margrét Hugadóttir fulltrúi Landverndar Öldutúnsskóla Grænfánann. Þetta er í 6. skiptið sem skólinn fær fánann, en Öldutúnsskóli flaggaði sínum fyrsta fána árið 2005. Græn­fán­inn er alþjóðleg viður­kenn­ing, í um­sjá Land­vernd­ar hér á landi, veitt skól­um sem leggja áherslu á um­hverf­is­vernd í rekstri og kennslu. Viður­kenn­ing­in er veitt til tveggja ára í senn.

Móttaka fánans fór fram á Hamrinum að viðstöddum nemendum í 3. og 6. bekk. Einn nemandi í hverjum umsjónarhópi tók formlega á móti fánanum úr hendi Margrétar. Við athöfnina sungu nemendur skólasönginn undir styrkri stjórn nokkurra stúlkna í 6. bekk, auk þess sem þær sungu annað lag. Að afhendingu lokinni var gengið upp í skóla þar sem fánanum var dreginn að húni. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is