Gísla saga Súrssonar og Breakout EDU

19.4.2022

Nemendur í 10. bekk fóru í Breakout keppni úr Gísla sögu Súrssonar á dögunum. Breakout er frábær leið til þess að efla samvinnu nemenda en í leiknum standa nemendur frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum og opna kassann. Leikurinn gekk vonum framar og unnu nemendur vel saman og skemmtu sér konunglega. Mikið kapp var í nemendum en keppnin gengur út á að opna alla lása á kassanum áður en tíminn rennur út og á undan mótherjum sínum. Til þess þurfa nemendur meðal annars að nota þekkingu sína á sögunni, sýna þrautseigju og útsjónarsemi. Nemendur óskuðu eftir fleiri Breakout þrautum og munum við svo sannarlega gera meira af þessu.    


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is