Gísla saga Súrssonar

16.5.2022

Nemendur í 10. bekk voru að ljúka þemaverkefni úr Gísla sögu Súrssonar. Þeir völdu sér þema til þess að vinna með kynntu sér það vel, unnu greinargerð, kynningu og að lokum skemmtiverkefni og fræddu samnemendur sína.

Verkefnin voru mjög fjölbreytt og tengdust t.d. klæðnaði, mat, húsnæði, tónlist, goðafræði, samfélagsmiðlum o.fl.

Skemmtilegt var að sjá hvað þau höfðu gaman af og fengu aðstoð frá foreldrum t.d. við að sjóða svið, ein amma hjálpaði til við að prjóna, búið var til smjör frá grunni, flatbökur bakaðar og margt fleira.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is