Fjarheimsókn

23.11.2020

Rithöfundurinn og skáldið Gerður Kristný gaf sér tíma í síðustu viku að spjalla við nemendur og kennara í námsveri unglingadeildar með aðstoð tækninnar. Nemendur og ekki síður kennarar höfðu gaman af og fengu þau að spyrja hana spurninga sem og las hún fyrir þau ljóð sem heitir „Safamýri" og er úr ljóðabók hennar sem nefnist Strandir. Dagana áður höfðu þau kynnt sér verk Gerðar og gluggað bæði í unglingabækur og ljóðabækur hennar.Vegna tæknilegrar erfiðleika hennar megin gátum þau því miður ekki séð hana en hún sá þau og spjallaði við þau lengi vel.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is