Fiskur krufinn

17.2.2023

Í vikunni komu nemendur í 7. bekk í náttúrufræðistofuna og unnu hópverkefni við að kryfja þorsk, þ.e. að slægja hann og flaka/roðrífa. Markmiðið með þessu verkefni er að nemendur kynni sér bolfisk, s.s. skoði vel í honum innyflin, skoði uggana og átti sig á því hvernig fiskflakið í fiskbúðinni er fengið. Verkefnið gekk virkilega vel, nemendur voru undirbúnir, mjög áhugasamir og spenntir. Ýmislegt kom í ljós s.s. krabbar og annað girnilegt í maganum og síðan svil og hrogn sem var gaman að sjá. Appelsínugul og flott. Fleira var áhugavert eins og augasteinninn sem reyndist vera glær kúla. Einnig var mikið leitað að heilanum. Frábær dagur með flottum krökkum og kennurum í 7. bekk. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is