Fimmvörðuhálsval

13.9.2021

28 unglingar gengu Fimmvörðuháls á fimmtudaginn ásamt fjórum fararstjórum. Við gátum ekki verið heppnari með veðrið, sól, logn og blár himinn alla leiðina. Við vorum líka einstaklega heppin með nemendahópinn, þau stóðu sig eins og hetjur öll sem eitt þrátt fyrir blöðrur, eymsli og hælsæri hér og þar. Virkilega flottur hópur.

Hér eru fleiri myndir


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is