Fimmvörðuháls

15.9.2022

Fimmvörðuhálsvalið fór sína árlegu ferð 7. september síðastliðinn. Gegnið var frá Skógum yfir Fimmvörðuhálsinn og niður í Þórsmörk þar sem gist var eina nótt.

Í ár fórum við með langstærsta hópinn til þessa, 43 unglinga úr 8-10 bekk og var stór hópur að ganga með okkur í þriðja skipti. Veðrið lék við okkur allan tímann og ef eitthvað var þá var of heitt. Krakkarnir stóðu sig með eindæmum vel, virkilega flottur og skemmtilegur hópur sem eiga svo sannarlega mikið hrós skilið.

Hér eru fleiri myndir


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is