Eyland

1.12.2022

Seinustu vikur hafa nemendur í 10. bekk í íslensku verið að lesa og gera verkefni úr bókinni Eyland eftir Sigríði Hagalín. Í tilefni þess kom Sigríður í heimsókn til okkar þar sem hún las úr bók sinni og svaraði spurningum nemenda. Margar skemmtilegar og áhugaverðar spurningar litu dagsins ljós og nemendur og kennarar ánægðir með heimsóknina.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is